top of page

Keramík

 

steypa í gifsmót er í raun aðferð sem notuð var t.d. til að framleiða sparistellin í "gamla daga".  Í postulínsverksmiðjum hafa stórar vélar leist þessa aðferð að mestu leiti að hólmi. Kostirnir við að vinna með þessa aðferð er að geta endurtekið sama hlutinn aftur og aftur, en samt geta leikið sér endalaust með t.d. glerunga, liti og áferð.

 

handbyggja er elsta og frumstæðasta aðferðin. En hún býður uppá að gera mjög stóra einsstaka hluti sem eru mörkum skúlptúrs og t.d. skálar . Þessi aðferð er kærkomin tilbreyting frá því að steypa í mót. Svo er líka spennandi að sjá muninn útkomu, t.d. að fást við sama formið bæði í þunnu postulíni steyptu í mót og handbyggðum grófum steinleir.

Innblástur

 

Ég sæki áhrifin allsstaðar frá, meðvitað og ómeðvitað. Náttúrunni, útvarpinu, Skandinavískri hönnun, fatnaði, arkitektúr, japanskri leirkerahefð og allt þarna á milli. Af því hversdagurinn er svo raunverulega raunverulegur finns mér gaman að fást við hluti sem tegast daglegri notkun. Hanna venjulega einfalda hluti eins og t.d. bolla sem maður handleikur daglega. Gera hann samt svolítið þannig að hann sé einstakur í sjálfu sér. Að það sé alltaf pínulítið gaman að lifa ekki bara á sunnudögum!
 

Mér finnst góð hönnun snýst um notagildi, fagurfræði og tilfinningu.

Bollar

 

Mér hefur alltaf þótt mjög skemmtilegt að hanna drykkjarílat, glös og bolla. Það er tengist trúlega því hve notalegt og afslappandi mér finnst að setjast niður og helst með fallegan bolla eða glas og svala brýnustu þörfinni, þörfinni fyrir vökva. Sama hvað er kaffi, te, vatn eða vín það getur verið nærandi að gefa sér smá tíma og njóta þessarar hverdagslegu athafnar. Finna ilminn, skoða litinn, finna hvernig bollinn eða glasið fer í hendi njóða bragðsins og upplifa áhrifin.

 

Uppáhaldsbollinn minn er sá sem ég hannaði fyrir sýningu sem haldin var í samnrorræna sendiráðinu í Berlín. Þemað var kynjahlutir og samskipti huldufólks og manna í íslenskum þjóðsögum. Ég vann bolla fyrir vinstri hönd annars vegar og hægri höndi hins vegar. Það fylgja líka álög bollunum. Þegar menn drekka úr vinstri handar bollanum skerpist sköpunargjáfan og innsæi og skynjun eflist. Ef fólk drekkur hins vegar út hægri handar bollanum eflast skipulagshæfileikarnir til muna. Þetta helst í hendur við víxlverkun heilahvelanna!!

bottom of page